Ginger veitingastaður var stofnaður í ágúst 2010 í miðri kreppu, farið var af stað með stórhuga framkvæmdir og jákvæðni að vopni og örlögin látin spila með.
Upphaflega var ég með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vildi hafa staðinn og hvernig þjónustu og rétti ég vildi bjóða uppá. Sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að ég réði ekki ferðinni einn heldur hefði viðskiptavinurinn mikið um það að segja hvað hann vill og hvernig hann vill hafa hlutina og a það hlustaði ég.
Hjá Ginger starfar góður hópur af fólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í nokkur ár og án þeirra væri Ginger ekki eins og hann er í dag og er ég þakklátur fyrir þann góða hóp sem hefur starfað hjá mér hingað til. Ég hlakka til að halda áfram að vinna að betri stað með þessum góða hópi, það gerir vinnuna svo miklu skemmtilegri.
Framtíð Ginger er óráðin og hefur ekkert verið meitluð í stein að öðru leyti en því að við erum sammála um það að hlutverk okkar á markaðnum er ekki eingöngu að gera góðan mat heldur snýst þetta um að gleðja viðskiptavini okkar, veita þeim persónulega upplifun svo þeir fari ánægðir frá okkur og hugsi til okkar þannig að þeim langi til að koma aftur fljótlega. „Góður og fallegur matur gleður og svo er bónus ef hann er í hollari kantinum og lætur þér líða vel“
We are in the industry of making people happy
Hlakka til að sjá ykkur
Kristofer J Hjaltalin
stofnandi og framkvæmdastjóri Ginger